Montag, 14. Januar 2008

Gera skör og reka að e-u

Það hefur verið minn málskilningur lengi að hægt sé að gera skör að e-u, í þeim skilningi að leitast við að eitthvað sé gert.

Í orðabókum er þó lítið að finna þessu til staðfestingar, en það næsta sem kemst þessu er:
"gera skör sína eftir e-m skeyta um e-n, greiða götu e-s, virða e-n"
Misskilningurinn virðist fólginn í því að rugla saman hugtakinu "gera gangskör að e-u" og gera reka að e-u.

Hins vegar má láta til skara skríða, (e. take action) vegna einhvers, en það verður að teljast gildishlaðnara og sterkar til orða tekið.