Dienstag, 13. November 2012

Alþýðlegt


Njörður P. Njarðvík mun hafa sagt nýlega að orðið þjóðkirkja væri vitlaus þýðing úr dönsku. Alþýðukirkja væri nærri merkingunni sem lögð var upp með við gerð stjórnarskrárinnar.

Önnur orð sem koma fyrir í dönsku stjórnarskránni eru folkeafstemning og folketinget. Við hljótum að byggja á Nirði og fara að tala um alþýðuatkvæðagreiðslur og alþýðuþing Íslands, enda mjög folkelig fyrirbæri.

Folkevilje er þá alþýðuvilji, folkeregisteret alþýðuskrá og folketal alþýðutal.

Þessar nýju þýðingar bætast í góðan hóp orða á borð við alþýðuvísur (folkeviser) og alþýðuflokkurinn (folkeparti). Við þurfum líklega að breyta lýðháskóla í alþýðuháskóla (folkehøjskole).

En Folkerepublikken Kina er réttilega þýtt sem Kínverska alþýðulýðveldið.