Donnerstag, 23. März 2017

Ólavía og Óliver, texti

Í grænum laufskála í skóginum, búa litlir fuglar.
Þeir blaka vængjum dægurlangt á meðan uglan ruglar.
Virðast ver‘að falla niður
fjúka eins og mjöll og fiður,
rífast stundum, sættast fljótt
eru saman bæði dag og nótt

Ólavía er skotin í Ólíver
og Ólíver, þú veist hvernig hann er.
Saman undir sólu
í logni eða gjólu
saman með unga her.
Ólavía og Ólíver.

Undir stjörnuskara‘á himninum dreymir fugla smá
Um hinn græna græna sumarskóg
óttinn hann er liðinn hjá.
Við förum örugg á ról
hér á frelsið höfuðból.
Ólavía og Ólíver
þau eiga sína drauma.

Ólavía er skotin í Ólíver
og Ólíver, þú veist hvernig hann er.
Saman undir sólu
í logni eða gjólu
saman með unga her.
Ólavía og Ólíver.

Svona endar, þessi saga
hún er næstum á enda kljáð.
En munið alla daga
þótt braut sér þyrnum stráð.
Og ekki spillir að:

Ólavía er skotin í Ólíver
og Ólíver þú veist hvernig hann er
Saman undir sólu
í logni eða gjólu
saman með unga her.
Ólavía og Ólíver. Ólavía og Ólíver. Ólavía og Ólíver. Ólavía og Ólíver.


(Úr myndinni Fuglastríðið í Lumbruskógi / Fuglekrigen i Kanøfleskoven)


Keine Kommentare: