Carry it's own weight er ágætis þýðing yfir í ensku, enda þótt það sé í raun samsett úr "pull it's (own) weight"[1] og "carry weight"[2].
[1] to contribute one's rightful share of work to a project or job
[2] have influence to a specified degree; "Her opinion carries a lot of weight"
Sömuleiðis virðist fjarverandi úr þýðingum ýmislegt annað sem hlutir verða gjarnan að standa undir í daglegu máli, á borð við væntingar, rekstur o.fl. Að standa undir bloggi stóð m.a.s. einhversstaðar.
Reyndar er ísl.-ensk orðabók Eddu.is með orðsambandið að standa undir kostnaði, þar sem það er sagt merkja "foot the bill". Ekki alveg sami sjarmi yfir því.
Merking þess að standa undir einhverju, getur skv. orðabók Eddu.is haft 2 merkingar í þessu samhengi:
standa undir væntingum / uppfylla væntingar
E.t.v. er einhverja leiðsögn að finna í íslendingabókarorðsamböndum sem þýdd hafa verið yfir á íslensku:
standa vel undir e-ð, to support well, back it up well (munu margir vel undir það standa); standa undir e-m, to be in one’s possession, keeping (féið stendr undir honum);
Ritmálaskrá HÍ gefur okkur nokkur skemmtileg dæmi:
"það er opt meiri eða minni tími, sem þeir eptir á eiga að standa undir lögreglustjórans sérlegri tilsjón."
"að hér á Íslandi væri einnig danskir þegnar, sem einnig ætti að standa undir lögunum."