Það verður að viðurkennast að þýðingin heppnaðist talsvert betur í þýðingu Huldu Valtýsdóttur heldur en í hinum tveimur. Hér eru allar þrjár.
1. Af plötunni Karíus og Baktus - Síglaðir söngvarar
(Hljóðrituð hjá Ríkisútvarpinu 1963, gefin út 1965)
Texti: Hulda Valtýsdóttir / Thorbjörn Egner; lag: Christian Hartmann
1a. Bræður tveir hér búa í tönn
Bræður tveir hér búa í tönn,
berja göt í óða önn,
sífellt safnast munni í,
sætabrauð og fínerí.
Kóngalífi lifum við,
látum aldrei Jens fá frið,
höggvum, höggvum nótt og dag,
húrra, hrópum, syngjum lag.
Tra la la la la, tra la la la la
tra la la la la la la la la
1b. Svangir bræður
Svangir bræður sitja hér,
sælan löngu liðin er.
Enga ögn er hér að fá,
ekki þarf að því að gá.
Bágt er okkar búi í,
basl og eymd og sultur því
allt sem fyrr var sætt og gott
sömuleiðis er á brott.
1c. Bræður í klípu
Heim í bólið halda vil,
harla lítt í þessu skil,
útigangi erum á,
agnarkríli þreytt og smá.
húsið farið því er verr,
í klípu komnir erum við,
kárna tekur gamanið.
2. Úr þýðingu Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins
(Bók gefin út 1958)
Texti: Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins / Thorbjörn Egner; lag: Christian Hartmann
2a. Að vera glaður
Húrra, húrra, af hjarta!
Hér þarf ekki að kvarta.
Í munni á mætum dreng
við tveir missum aldrei feng.
Ljósbrúna lummuna smá
látlaust hana viljum fá,
líka með sykrinum á,
líka með sykrinum á!
Tralalalala tralalalala
tralalalala la la la la la
2b. Að vera dapur
Allt sem fyrr á tönnum lá,
er nú farið okkur frá.
Burstinn æddi vítt og breitt,
nú er hérna ekki neitt.
Hér er enga ögn að fá,
ekki heldur köku þá,
sem sykur er ætíð á.
Sorglega það fara má.
2c. Eftir heimsókn til tannlæknisins
Ó hvar dveljum við í nótt?
Nú er okkur ekki rótt.
Fylla holur tönnum í,
ekki var nú vit í því.
Ei minnstu holu sjáum,
sætindi ei við fáum.
Erum þreyttir báðir tveir,
engan bústað eigum meir.
3. Þýðing á norsku sjónvarpsbarnaleikriti
(Framleitt 1953, sjá hér á þýsku, sýnt 1956 í Stjörnubíói af Guðrúnu Brunborg.)
Texti: Thorbjörn Egner / óþekktur þýðandi; lag: Christian Hartmann
3a. Holóttar tennur heilla mest
Holóttar tennur heilla mest,
hvern sem þykir nammi best.
Vit er í að velja þá
Vínarbrauð með sykri á
Góðan snúð með glassúrhúð,
sem gjarnan fæst í næstu búð
Góðan snúð með glassúrhúð,
sem gjarnan fæst í næstu búð
3b. Skelfing aumir
Skelfing aumir erum við
Allt er horfið góðgætið
Sópað öllu burstinn brott
Brauð við fáum ekkert gott
Karamellur hvergi sjást
Kremið sæta okkur brást
Ef það gengur alltaf svo,
Úti er þá um bræður tvo
3c. Í tönn er ekki lengur gat
Tilgangslaust að tala um mat
Í tönn er ekki lengur gat
Ég rosalega reiður er
En reyni þó að bjarga mér
Ömurlegt er ástandið
Ekkert borða höfum við
Bágt eiga nú bræður tveir
Því búið hvergi geta þeir
4. Upprunalegi textinn á norsku (1949)
Texti: Thorbjörn Egner; lag: Christian Hartmann
4a. Være Glad-Sangen!
Hei, hurra, hurra, hurra!
Vi to har det jammen bra.
Her i tennene til Jens
er vi aldri sukkerlens.
Søte karameller små
er det beste vi kan få,
og så det som vi får nå:
Deilig loff med sirup på!
Tra la la la la, tra la la la la
tra la la la la la la la la!
4b. Være Trist-Sangen!
Alt som var av søtt og godt
det er borte stort og smått.
Alt har børsten feiet bort,
det var veldig dårlig gjort!
Her er ikke noe nå -
ingen karameller små,
ingen loff med sirup på -
Å hvordan skal dette gå...
4c. Etter tannlegen
Å hvor skal vi bo i natt?
Tanna her er slett og glatt!
Å jeg er så sint så sint
at jeg nesten flyr i flint!
Men det er nok ingen råd,
for vi er så altfor små.
Vi er trette begge to,
men har ingen sted å bo.