Samstag, 13. Juli 2013

Flauelskanínan, tilvitnun

Úr Flauelskanínunni (þegar leikföng öðlast líf). Bókin heitir á frummálinu The Velveteen Rabbit (or How Toys Become Real) og kom fyrst út árið 1922. Höfundur er Margery Williams Bianco og meðfylgjandi teikningar eru eftir William Nicholson.



Enska (frummálið, Margery Williams 1922) - The Velveteen Rabbit or How Toys Become Real

"Does it hurt?" asked the Rabbit.

"Sometimes," said the Skin Horse, for he was always truthful. "When you are Real you don't mind being hurt."

"Does it happen all at once, like being wound up," he asked, "or bit by bit?"

"It doesn't happen all at once," said the Skin Horse. "You become. It takes a long time. That's why it doesn't happen often to people who break easily, or have sharp edges, or who have to be carefully kept. Generally, by the time you are Real, most of your hair has been loved off, and your eyes drop out and you get loose in the joints and very shabby. But these things don't matter at all, because once you are Real you can't be ugly, except to people who don't understand."

Danska (þýðing, Mette Jørgensen 1996)Fløjlskaninen eller Da legetøjet blev levende

”Gør det ondt” spurgte Kanin.

”Sommetider”, sagde Skindhesten, for han talte altid sandt. ”Når du er virkelig, har du ikke noget imod at det gør ondt.”

”Sker det på én gang, som når man bliver trukket op?” spurgte kanin ”eller tager det længere tid?”

”Det sker ikke på én gang,” sagde Skindhesten. Det er noget, du bliver. Det tager lang tid. Det er derfor det ikke så tit sker med folk som let går i stykker, har skarpe kanter, eller skal passes omhyggeligt på. Som regel er det meste af din pels blevet elsket af, når du bliver virkelig. Dine øjne er ved at falde ud, og du er blevet rigtig leddeløs. Men det betyder ikke spor, for når første du er virkelig, kan du ikke være grim, undtagen for folk, der ikke forstår det”

Þýska (þýðing, Hans Gärtner 1992) - Der kleine Kuschelhase oder wie die Dinge wirklich werden

„Tut das weh?“, fragte der Hase.

„Manchmal“, sagte das Pferdchen, denn es war stets aufrichtig. „Wenn du erst wirklich bist, macht es dir nichts mehr aus, verletzt zu werden.“

„Passiert das alles auf einmal, das mit den Verwundungen“, fragte der Kuschelhase, „oder Stück für Stück?“

„Es passiert nicht alles auf einmal“, sprach das Pferdchen. „Es dauert eine lange Zeit. Das ist auch der Grund, warum es nicht sehr oft zerbrechlichen Personen widerfährt, oder welchen mit scharfen Kanten, oder solchen, mit denen man sehr behutsam umgehen muss. Normalerweise, wenn es so weit ist, dass du wirklich wurdest, sind dir die moisten deiner Haare bereits ausgeschmust worden, und deine Augen fallen dir aus und du wirst schon ganz wacklig in den Gelenken und sehr schäbig. Aber all diese Dinge sind unwichtig, denn wenn du erst einmal wirklich bist, kannst du nicht mehr hässlich wirken, außer auf Menschen, die keine Ahnung haben.

Íslenska (þýðing, HS 2013)Flauelskanínan (þegar leikföng öðlast líf)

„Er það vont?“ spurði kanínan.

„Stundum,“ sagði Skinnhesturinn, því hann sagði alltaf satt. “Þegar þú ert raunveruleg er þér sama þótt það sé vont.“

„Gerist það allt í einu, eins og þegar maður er trekktur upp,“ spurði hún, „eða smátt og smátt?“

„Það gerist ekki allt í einu,“ sagði Skinnhesturinn. „Það er eitthvað sem þú verður. Það tekur langan tíma. Þess vegna kemur það ekki oft fyrir leikföng sem brotna auðveldlega, sem eru með skarpar brúnir eða sem þarf að hugsa mikið um. Yfirleitt, þegar sá tími er kominn að þú verður raunveruleg, er búið að elska af þér flest hárin, augun á þér eru farin að lafa, liðamótin orðin laus og þú ert orðinn mjög snjáð. En þessi hlutir skipta engu máli. Því þegar þú ert orðin raunveruleg getur þú ekki verið ljót, nema fyrir fólki sem skilur ekki.“



Portúgalska (þýðing, fundin hér, ódagsett og þýðanda ekki getið) - O Coelho de Bélbute

“Isso magoa? – perguntou o Coelho.

“Às vezes – respondeu o Cavalo, porque dizia sempre a verdade – mas quando se é Real, não nos importamos que nos magoem”

“Acontece assim de repente, como quando se dá corda, ou a pouco a pouco? – interrogou o Coelho.

“Não acontece tudo de uma vez” – disse o Cavalo – vai acontecendo. Demora muito tempo. Por isso não sucede com muita frequência às pessoas que são frágeis, muito nervosas ou que têm que ser tratadas com muito cuidado. Em geral, quando finalmente conseguimos ser reais o nosso pelo já caiu quase todo, de tantos carinhos e afagos que nos fizeram. E os nossos olhos descaem, ficamos muito puídos e com as articulações moles. Mas nada disso é importante, porque a partir da altura em que se é Real não se pode ser feio, excepto aos olhos de quem não compreende”.

Ítalska (þýðing, fundin hér, ódagsett og þýðanda ekki getið) - Il Coniglietto di Velluto

"Fa male?", chiese il Coniglietto.

"Avolte", rispose il Cavallino di cuoio, poichè diceva sempre la verità. "Ma quando sei Vero non t'importa di provare dolore".

"Succede all'inprovviso, come quando ti caricano, o poco alla volta?", domandò ancora.

"Non succede di colpo", disse il Cavallino di cuoio. "Ci vuole molto tempo per diventare Veri, per questo non capita spesso a quelli che si rompono facilmente o hanno degli spigoli taglienti o vanno maneggiati con cura. Di solito, prima di diventare Vero, avrai perso quasi tutto il pelo a furia di carezze, ti si saranno staccati gli occhi, le giunture non ti funzioneranno più e sarai bello malconcio. Ma di questo non ti importerà niente, perchè quando sei Vero non puoi essere brutto, se non per quelli che non capiscono".

Hollenska (þýðing frá 1973, fundin hér, þýðanda ekki getið) - Het fluwelen konijn, of Hoe speelgoed echt wordt

`Doet dat pijn?' vroeg het Konijntje.

`Soms wel,' zei het Leren Paard, want hij sprak altijd de waarheid. `Als jeEcht bent, dan geef je er niets om dat het pijn heeft gedaan.'

`Gebeurt het allemaal ineens, net als opgewonden worden?' vroeg hij, `ofstukje voor stukje?'

`Het gebeurt niet allemaal ineens,' zei het Leren Paard. 'je wordt hetgewoon. Het duurt een hele tijd. Daarom gebeurt het niet vaak met dingendie gemakkelijk breken, of scherpe randen hebben, of heel voorzichtigbehandeld moeten worden. In het algemeen ben je tegen de tijd dat je Echtwordt, meestal kaalgeknuffeld, en je ogen zijn eruit gevallen en je potenbengelen erbij en je ziet er haveloos uit. Maar dat geeft allemaal niets, wantals je eenmaal Echt bent, ben je niet lelijk meer, behalve voor mensen diehet niet begrijpen.

Hollenska útgáfan.
Færeyska (þýðing, nemendur við Foroya Læraraskúla 1982) - Floyalskaninin
"Fái eg ilt?" spurdi kaninin.

"Við hvørt," svaraði toyhesturinn, tí hann plagdi ongantíð að lúgva. "Tá ið tú ert tú ert verulig, leggur tú einki í, um tú fært ilt".

"Hendir tað knappliga, sum tá ið mekanisk dýr verða trekt upp?" spurdi kaninin, "ella hendir tað so við og við?"


"Tað hendir ikki knappliga," svaraði toyhesturin. "Tað tekur langa tíð, og tí hendir tað ikki leikum, sum ansast skal væl eftir og sum brotna. Sum oftast eru tey so góð við teg, tá tú ert vorðin verulig, at næstan øll hárini slítast burtur, og eyguni detta úr. Tú gerst skirvislig og kloddut, men hetta ger als einki. Tá ið tú ert verulig, kanst tú ikki vera ljót, uttan hjá teimum fólkum, sum ikki kenna teg."

Franska (þýðing frá 1980, fundin hér, þýðanda ekki getið) - Le Lapin en peluche ou comment les jouets peuvent devenir vivants
- Est ce que ça fait mal ? demanda le Lapin.

- Parfois, répondit le Cheval de Cuir, car il était toujours franc. Quand on est vrai, on se moque de souffrir.

- Est-ce que ça arrive d'un seul coup comme si on te remontait ou bien petit à petit ?

- Ça n'arrive pas d'un seul coup, dit le Cheval de Cuir. On le devient peu à peu. Ça prend du temps. C'est 
pourquoi ça n'arrive pas souvent à ceux qui cassent facilement, qui ont des bords anguleux ou qu'il faut protéger avec soin. En général, le temps que tu deviennes vrai, la plupart de tes poils ont été arrachés à force d'amour, tu as les yeux qui tombent, tes articulations sont branlantes et en piteux état. Mais ces choses-là n'ont pas d'importance parce que, une fois que tu es vrai, tu ne peux pas être laid sauf pour ceux qui ne comprennent pas.

Tyrkneska (þýðing frá 2007, þýðanda ekki getið) - Kadife Tavşan
"Canın acır mı peki?" diye sordu Tavşancık.

Sıska At hep doğruyu söylediğinden "Bazen," diye yanıt verdi. "Ama gerçek olduğunda canın acısa da aldırmazsın."

"Düğmeye basılmış gibi pat diye mi olur? Yoksa yavaş yavaş mı?" diye sordu Tavşancık.

"Pat diye olmaz," dedi Sıska At. "Zamanla gelişir. Çoğunlukla da kolay kırılan, köşeli, özenle korunması gereken şeylerin başına gelmez. Gerçek olduğunda saçının çoğu okşanmaktan dökülür, gözlerin düşer, eklemlerin gevşeri iyice eskimiş olursun. Ama tüm bunların hiç önemi yoktur. Çünkü bir kere 'Gerçek' oldun mu, bunu anlamayanların dışında kimse seni çirkin bulmaz."

Dienstag, 9. Juli 2013

Bakaradóttirin

Bakaradóttirin eftir Margery Williams Bianco, með teikningum eftir Dorothy Filosa.

[Þýðanda ekki getið. Þeim hlutum sögunnar sem ekki voru þýddir hefur verið bætt við í hornklofum á frummálinu.]

---------

Ó! En hvað bakaradóttirin er falleg!

Bakaradóttirin hefur ljósgult hár og á hverju einasta kvöldi eru settir í það pappírsvöndlar, og á hverjum morgni þyrlast það um höfuðið í mjúkum lokkum. Bakaradóttirin á bláa kjóla, bleika kjóla og dropótta kjóla með pífum og leggingum. Hún er með perlufesti um hálsinn og hringlandi armband og hring með ekta steini. Allar stelpurnar í bekknum glápa á bakaradótturina með öfundarsvip.

En bakaradóttirin er dramblát. Hún teygir fram hökuna svo nefið á henni vísar beint, upp í loftið, og hún er yfir aðra hafin. Aldrei sést hún í búðinni. Hún rigsar fram og aftur á gangstéttinni og tottar perlufestina sína.

[You all know the Baker's shop, two steps down. It is warm in there, and busy. It smells of hot bread, and every few minutes the Baker, a hot, untidy little man in shirt sleeves, comes up from the basement carrying a big tray of crullers, or shiny rolls, or twisted currant buns.] Bakarinn þrælar alla daga og gefur sér rétt tíma til að reka nefið út um dyragættina við og við til að kæla sig. Það er furðulegt að nokkuð jafn fallegt og bakaradóttirin skyldi koma úr bakaríinu.

Einu sinni byrjaði ég að yrkja kvæði um bakaradótturina. [It began:
Oh, it is the Baker's Daughter,
And she is grown so fair, so fair...]
Ég ætlaði að skrifa það fagurlega og teikna bleikar rósir í kring og klippa út fínlega pappírsblúndu í blaðarendurnar og senda henni það í laumi á Valentínusardaginn. En til allrar ólukku rakst ég á annað kvæði, hér um bil eins, sem einhver annar hafði ort löngu á undan mér, svo ég lauk aldrei við kvæðið. En mér kemur það ævinlega í hug þegar ég sé bakaradótturina totta perlufestina sína.

Það var aðeins einn hlutur í bakaríinu, sem nálgaðist það að vera eins skrautlegur og bakaradóttirin. sjálf, og það var stóra, kringlótta tertan sem skipaði heiðurssess í miðjum bakarísglugganum. Það var súkkulaðiterta með allskonar rósum og flúri og á miðri tertunni stóð letrað með ljósrauðum sykurstofum AFMÆLI. Einhverra hluta vegna vildi bakarinn ekki selja þessa tertu. Kannski var það vegna þess að hann treysti sér ekki til að búa til aðra eins fallega. Hann hefði selt þér hvaða aðra köku sem var úr glugganum, jafnvel þó þú hefðir komið eldsnemma á bolludaginn, þegar hann átti annars engar kökur, og hefðir beðið hann um stóra rjómatertu, þá hefði hann sagt:

„Ég skal láta þig hafa eina klukkan þrjú“.

[And if you then asked:] „En hvað um tertuna í glugganum?“ [he would reply:]

„Hún er ekki til sölu. Þú skalt fá tertu klukkan þrjú“.

Þótt þú hefðir boðið honum fleiri hundruð krónur hefði hann ekki selt þér tertuna úr glugganum. Ég þori næstum. aldrei að tala við bakaradótturina. Ég er og lítilsháttar. Þó hún eigi vini eru það samt aldrei strákar. Hún reigir sig framan í þá yfir götuna. Stundum er hún með einhverri stelpu svona viku tíma. Hún verður auðvitað agalega montin. [á ensku: Naturally they are very proud.] Fyrst ekki er hægt að vera prinsessa eða filmstjarna er kannski næst bezt að fá að ganga með bakaradótturinni inn á veitingahúsið og sitja við hliðina á henni á háum stól við skenkinn og borða ananas með rjóma.

Það var ein stelpa sem bakaradótturinni þóknaðist að taka sér fyrir vinkonu. Kannski var bað vegna nafnsins. Hún hét Karmelíta. og Karmelíta er afskaplega rómantískt nafn. Karmelíta var með svart hár og átti silfurlitaðar töflur. Hún var eina stelpan sem nokkru sinni sást leiða bakaradótturina. Hvað þær voru að tala um þegar þær gengu svona arm í arm veit enginn. En Karmelíta gekk með perlufesti bakaradótturinnar og bakaradóttirin með perlufesti Karmelítu, sem sagt þær voru ákaflega góðar vinkonur — á meðan það entist.



Og hún [það] entist þar til Karmelíta hélt afmælisveizluna sína. Auðvitað var bakaradótturinni boðið, og svo nokkrum öðrum skólafélögum Karmelítu. Þetta átti að vera regluleg veizla, klukkan fjögur um daginn, og það átti að vera rjómaís. Bakaradóttirin sagðist koma með tertuna.

„Ég skal baka góða tertu“, sagði faðir hennar, „með appelsínukremi. Við skulum sjá ... hvað heldurðu að verði margir?“

En þetta var nú ekki það, sem bakaradóttirin hafði hugsað sér. Hver sem var gat gefið tertu með appelsínukremi. „Ég ætla sjálf að velja tertuna!“ hugsaði bakaradóttirin með sér. En hún sagði aðeins: „En hvað það verður gaman!“

Og seinna um daginn þegar faðir hennar var að nostra við appelsínutertuna (af því að hann vildi að kakan yrði sérstaklega falleg), og móðir hennar var að veifa henni í fertugasta skiptið út um stofudyrnar, en bakarískötturinn steinsvaf í einum kuðung bak við búðarborðið, þá laumaðist bakaradóttirin niður fyrir hús og læddist inn í búðina, í öllu stássinu, og stal, já hún stal stóru, fallegu tertunni úr miðjum búðarglugganum!

Það er svo sem auðvitað að hún hafði hugsað sér þetta frá upphafi.

Hún tók tertuna upp — en hvað hún var létt á tréfati og hvað eina. Hún breiddi smjörpappír yfir hana og bar hana rakleitt heim til Karmelítu.



„Hvílík terta!“ hrópuðu allir krakkarnir, þegar hún kom með hana. Umbúðirnar voru teknar varlega utan af tertunni og hún var sett á mitt borðið og kertum raðað í kring. „En hvað tertan er falleg og létt!“ sagði móðir Karmelítu.

„Allar góðar kökur eru léttar“, sagði bakaradóttirin.

„Það var ákaflega fallegt af föður þínum að baka svona stóra og skrautlega tertu“, sagði móðir Karmelítu.

„Ég valdi hana sjálf!“ sagði bakaradóttirin og kastaði hnakka.

Þau töluðu kurteislega saman dálitla stund og Karmelita sýndi afmælisgjafirnar sínar. Loks kom að því að rjómaísinn var borinn inn á litlum glerdiskum.

„Og nú“, sagði Karmelíta, „skulum við öll smakka á þessari yndislegu afmælistertu“!

Karmelíta varð að skera hana, af því þetta var hennar afmæli. Hún stóð þarna dauðfeimin, því það var svo hljótt og allra augu störðu á kökuna, það eina sem rauf þögnina var smjattið í Tomma, hann flýtti sér svo mikið að sleikja ísskeiðina svo hann fengi fyrst af tertunni.

Bakaradóttirin ein sat hnakkakert, með vandlega breitt úr pilsinu, á svipinn rétt eins og svona kökur væru á hverjum degi heima hjá henni.

Karmelíta tók hnífinn og stakk honum í mitt ljósrautt flúrið. Það mátti heyra saumnál detta.

En hnífurinn beit ekki á tertuna. Karmelíta eldroðnaði, dró andann djúpt og reyndi aftur.

En hnífurinn beit ekki.



„Þú verður að reyna betur, elskan,“ sagði móðir hennar og brosti glaðlega. „Mér sýnist toppskreytingin svolítið hörð. Á ég að hjálpa þér?“

Karmelíta hafði ýtt á hnífinn af öllum kröftum. Allt í einu datt henni í hug að eitthvað væri bogið við tertuna. En dró andann dálítið dýpra og nú ýtti móðir hennar á hnífinn líka.

Það mátti heyra tvær saumnálar detta.

Og þá kom skyndilega skrýtinn hvellur og hnífurinn sökk inn í tertuna og um leið kollsteyptist hún, og þarna lá hún á hvolfi og hnífurinn, sem móðir Karmelítu hélt á, stóð fastur í henni, en allir horfðu á yfir sig hissa. Þó var þetta ekki það versta. — Tertan var hol að innan!

Hún var ekki annað en stærðar pappaskel með sykurrósum og kremi utan á, og það var þess vegna sem bakarinn vildi ekki selja hana.

Þú getur rétt ímyndað þér hvernig veizlan fór. Hvernig gestirnir pískruðu og flissuðu, hvernig Karmelíta grét og bakaradóttirin roðnaði meira og meira og saug upp í nefið, og hvernig móðir Karmelítu reyndi að gera allt gott og láta eins og þetta væri bara fyndið. Og fyrirtaks skemmtiatriði í afmælisveizlu. [And how, at the very last minute, while the ice cream was all melting away, they had to send out and buy a real cake, somewhere else!]

En Karmelítu fannst Þetta ekki fyndið. Hún gat aldrei, aldrei fyrirgefið bakaradótturinni að hún skyldi eyðileggja afmælisveizluna hennar. Í langan tíma talaði hún ekki stakt orð við hana. En hinir krakkarnir voru vön að segja, ef þau mættu Karmelítu eða bakaradótturinni;

„Og nú skulum við öll smakka á tertunni!“

Þú heldur kannski að bakaradóttirin hafi tekið sig á eftir þetta. Ó, nei það var nú eitthvað annað. Ég mætti henni í fyrradag, hún rigsaði á gangstéttinni hnakkakertari en nokkru sinni fyrr.

Um leið og ég gekk framhjá henni hvíslaði ég:

„Nú skulum við öll smakka á tertunni!“

Og hvað heldurðu að hún hafi gert! Mér gremst að segja frá því.

Hún rak — út — úr — sér — tunguna!

Nú er önnur terta í glugga bakarans. Hún er skreytt með grænu kremi og bleikum rósum, en tvær litlar sykurdúfur sitja á toppnum á henni. Hún er jafnvel enn stórkostlegri en hin og endist líklega helmingi lengur.

Nema, auðvitað ef einhver annar héldi afmælisveizlu.

---------



Þessi þýðing á sögunni The Baker's Daughter eftir Margery Williams Bianco birtist í Þjóðviljanum í júlí 1960:

Hún virðist fyrst hafa komið út á frummálinu í ritröðinni Stories About Boys and Girls árið 1938.