Dienstag, 9. Juli 2013

Bakaradóttirin

Bakaradóttirin eftir Margery Williams Bianco, með teikningum eftir Dorothy Filosa.

[Þýðanda ekki getið. Þeim hlutum sögunnar sem ekki voru þýddir hefur verið bætt við í hornklofum á frummálinu.]

---------

Ó! En hvað bakaradóttirin er falleg!

Bakaradóttirin hefur ljósgult hár og á hverju einasta kvöldi eru settir í það pappírsvöndlar, og á hverjum morgni þyrlast það um höfuðið í mjúkum lokkum. Bakaradóttirin á bláa kjóla, bleika kjóla og dropótta kjóla með pífum og leggingum. Hún er með perlufesti um hálsinn og hringlandi armband og hring með ekta steini. Allar stelpurnar í bekknum glápa á bakaradótturina með öfundarsvip.

En bakaradóttirin er dramblát. Hún teygir fram hökuna svo nefið á henni vísar beint, upp í loftið, og hún er yfir aðra hafin. Aldrei sést hún í búðinni. Hún rigsar fram og aftur á gangstéttinni og tottar perlufestina sína.

[You all know the Baker's shop, two steps down. It is warm in there, and busy. It smells of hot bread, and every few minutes the Baker, a hot, untidy little man in shirt sleeves, comes up from the basement carrying a big tray of crullers, or shiny rolls, or twisted currant buns.] Bakarinn þrælar alla daga og gefur sér rétt tíma til að reka nefið út um dyragættina við og við til að kæla sig. Það er furðulegt að nokkuð jafn fallegt og bakaradóttirin skyldi koma úr bakaríinu.

Einu sinni byrjaði ég að yrkja kvæði um bakaradótturina. [It began:
Oh, it is the Baker's Daughter,
And she is grown so fair, so fair...]
Ég ætlaði að skrifa það fagurlega og teikna bleikar rósir í kring og klippa út fínlega pappírsblúndu í blaðarendurnar og senda henni það í laumi á Valentínusardaginn. En til allrar ólukku rakst ég á annað kvæði, hér um bil eins, sem einhver annar hafði ort löngu á undan mér, svo ég lauk aldrei við kvæðið. En mér kemur það ævinlega í hug þegar ég sé bakaradótturina totta perlufestina sína.

Það var aðeins einn hlutur í bakaríinu, sem nálgaðist það að vera eins skrautlegur og bakaradóttirin. sjálf, og það var stóra, kringlótta tertan sem skipaði heiðurssess í miðjum bakarísglugganum. Það var súkkulaðiterta með allskonar rósum og flúri og á miðri tertunni stóð letrað með ljósrauðum sykurstofum AFMÆLI. Einhverra hluta vegna vildi bakarinn ekki selja þessa tertu. Kannski var það vegna þess að hann treysti sér ekki til að búa til aðra eins fallega. Hann hefði selt þér hvaða aðra köku sem var úr glugganum, jafnvel þó þú hefðir komið eldsnemma á bolludaginn, þegar hann átti annars engar kökur, og hefðir beðið hann um stóra rjómatertu, þá hefði hann sagt:

„Ég skal láta þig hafa eina klukkan þrjú“.

[And if you then asked:] „En hvað um tertuna í glugganum?“ [he would reply:]

„Hún er ekki til sölu. Þú skalt fá tertu klukkan þrjú“.

Þótt þú hefðir boðið honum fleiri hundruð krónur hefði hann ekki selt þér tertuna úr glugganum. Ég þori næstum. aldrei að tala við bakaradótturina. Ég er og lítilsháttar. Þó hún eigi vini eru það samt aldrei strákar. Hún reigir sig framan í þá yfir götuna. Stundum er hún með einhverri stelpu svona viku tíma. Hún verður auðvitað agalega montin. [á ensku: Naturally they are very proud.] Fyrst ekki er hægt að vera prinsessa eða filmstjarna er kannski næst bezt að fá að ganga með bakaradótturinni inn á veitingahúsið og sitja við hliðina á henni á háum stól við skenkinn og borða ananas með rjóma.

Það var ein stelpa sem bakaradótturinni þóknaðist að taka sér fyrir vinkonu. Kannski var bað vegna nafnsins. Hún hét Karmelíta. og Karmelíta er afskaplega rómantískt nafn. Karmelíta var með svart hár og átti silfurlitaðar töflur. Hún var eina stelpan sem nokkru sinni sást leiða bakaradótturina. Hvað þær voru að tala um þegar þær gengu svona arm í arm veit enginn. En Karmelíta gekk með perlufesti bakaradótturinnar og bakaradóttirin með perlufesti Karmelítu, sem sagt þær voru ákaflega góðar vinkonur — á meðan það entist.



Og hún [það] entist þar til Karmelíta hélt afmælisveizluna sína. Auðvitað var bakaradótturinni boðið, og svo nokkrum öðrum skólafélögum Karmelítu. Þetta átti að vera regluleg veizla, klukkan fjögur um daginn, og það átti að vera rjómaís. Bakaradóttirin sagðist koma með tertuna.

„Ég skal baka góða tertu“, sagði faðir hennar, „með appelsínukremi. Við skulum sjá ... hvað heldurðu að verði margir?“

En þetta var nú ekki það, sem bakaradóttirin hafði hugsað sér. Hver sem var gat gefið tertu með appelsínukremi. „Ég ætla sjálf að velja tertuna!“ hugsaði bakaradóttirin með sér. En hún sagði aðeins: „En hvað það verður gaman!“

Og seinna um daginn þegar faðir hennar var að nostra við appelsínutertuna (af því að hann vildi að kakan yrði sérstaklega falleg), og móðir hennar var að veifa henni í fertugasta skiptið út um stofudyrnar, en bakarískötturinn steinsvaf í einum kuðung bak við búðarborðið, þá laumaðist bakaradóttirin niður fyrir hús og læddist inn í búðina, í öllu stássinu, og stal, já hún stal stóru, fallegu tertunni úr miðjum búðarglugganum!

Það er svo sem auðvitað að hún hafði hugsað sér þetta frá upphafi.

Hún tók tertuna upp — en hvað hún var létt á tréfati og hvað eina. Hún breiddi smjörpappír yfir hana og bar hana rakleitt heim til Karmelítu.



„Hvílík terta!“ hrópuðu allir krakkarnir, þegar hún kom með hana. Umbúðirnar voru teknar varlega utan af tertunni og hún var sett á mitt borðið og kertum raðað í kring. „En hvað tertan er falleg og létt!“ sagði móðir Karmelítu.

„Allar góðar kökur eru léttar“, sagði bakaradóttirin.

„Það var ákaflega fallegt af föður þínum að baka svona stóra og skrautlega tertu“, sagði móðir Karmelítu.

„Ég valdi hana sjálf!“ sagði bakaradóttirin og kastaði hnakka.

Þau töluðu kurteislega saman dálitla stund og Karmelita sýndi afmælisgjafirnar sínar. Loks kom að því að rjómaísinn var borinn inn á litlum glerdiskum.

„Og nú“, sagði Karmelíta, „skulum við öll smakka á þessari yndislegu afmælistertu“!

Karmelíta varð að skera hana, af því þetta var hennar afmæli. Hún stóð þarna dauðfeimin, því það var svo hljótt og allra augu störðu á kökuna, það eina sem rauf þögnina var smjattið í Tomma, hann flýtti sér svo mikið að sleikja ísskeiðina svo hann fengi fyrst af tertunni.

Bakaradóttirin ein sat hnakkakert, með vandlega breitt úr pilsinu, á svipinn rétt eins og svona kökur væru á hverjum degi heima hjá henni.

Karmelíta tók hnífinn og stakk honum í mitt ljósrautt flúrið. Það mátti heyra saumnál detta.

En hnífurinn beit ekki á tertuna. Karmelíta eldroðnaði, dró andann djúpt og reyndi aftur.

En hnífurinn beit ekki.



„Þú verður að reyna betur, elskan,“ sagði móðir hennar og brosti glaðlega. „Mér sýnist toppskreytingin svolítið hörð. Á ég að hjálpa þér?“

Karmelíta hafði ýtt á hnífinn af öllum kröftum. Allt í einu datt henni í hug að eitthvað væri bogið við tertuna. En dró andann dálítið dýpra og nú ýtti móðir hennar á hnífinn líka.

Það mátti heyra tvær saumnálar detta.

Og þá kom skyndilega skrýtinn hvellur og hnífurinn sökk inn í tertuna og um leið kollsteyptist hún, og þarna lá hún á hvolfi og hnífurinn, sem móðir Karmelítu hélt á, stóð fastur í henni, en allir horfðu á yfir sig hissa. Þó var þetta ekki það versta. — Tertan var hol að innan!

Hún var ekki annað en stærðar pappaskel með sykurrósum og kremi utan á, og það var þess vegna sem bakarinn vildi ekki selja hana.

Þú getur rétt ímyndað þér hvernig veizlan fór. Hvernig gestirnir pískruðu og flissuðu, hvernig Karmelíta grét og bakaradóttirin roðnaði meira og meira og saug upp í nefið, og hvernig móðir Karmelítu reyndi að gera allt gott og láta eins og þetta væri bara fyndið. Og fyrirtaks skemmtiatriði í afmælisveizlu. [And how, at the very last minute, while the ice cream was all melting away, they had to send out and buy a real cake, somewhere else!]

En Karmelítu fannst Þetta ekki fyndið. Hún gat aldrei, aldrei fyrirgefið bakaradótturinni að hún skyldi eyðileggja afmælisveizluna hennar. Í langan tíma talaði hún ekki stakt orð við hana. En hinir krakkarnir voru vön að segja, ef þau mættu Karmelítu eða bakaradótturinni;

„Og nú skulum við öll smakka á tertunni!“

Þú heldur kannski að bakaradóttirin hafi tekið sig á eftir þetta. Ó, nei það var nú eitthvað annað. Ég mætti henni í fyrradag, hún rigsaði á gangstéttinni hnakkakertari en nokkru sinni fyrr.

Um leið og ég gekk framhjá henni hvíslaði ég:

„Nú skulum við öll smakka á tertunni!“

Og hvað heldurðu að hún hafi gert! Mér gremst að segja frá því.

Hún rak — út — úr — sér — tunguna!

Nú er önnur terta í glugga bakarans. Hún er skreytt með grænu kremi og bleikum rósum, en tvær litlar sykurdúfur sitja á toppnum á henni. Hún er jafnvel enn stórkostlegri en hin og endist líklega helmingi lengur.

Nema, auðvitað ef einhver annar héldi afmælisveizlu.

---------



Þessi þýðing á sögunni The Baker's Daughter eftir Margery Williams Bianco birtist í Þjóðviljanum í júlí 1960:

Hún virðist fyrst hafa komið út á frummálinu í ritröðinni Stories About Boys and Girls árið 1938.

Keine Kommentare: