Upp undir Eiríksjökli
á ég í helli skjól.
Mundi þar mörgum kólna,
mosa er þakið ból.
Útlagi einn í leyni
alltaf má gæta sín,
bjargast sem best í felum,
breiða’ yfir sporin mín.
Ungur ég fór til fjalla,
flúði úr sárri nauð.
Úr hreppstjórans búi hafði
ég hungraður stolið sauð.
En hann átti hýra dóttur
sem horfði ég tíðum á.
Nú fæ ég aldrei aftur
ástina mína’ að sjá.
Stundum mig dreymir drauma,
dapurt er líf mitt þá.
Aldrei mun lítill lófi
leggjast á þreytta brá.
Ef til vill einhvern tíma
áttu hér sporin þín;
grafðu í grænni lautu
gulnuðu beinin mín.
Jón Sigurðsson
Hlusta má á lagið í erlendri útgáfu á YouTube. Gott væri ef einhver tæki sig til og snaraði viðlaginu yfir á íslensku.
Hang down your head, Tom Dooley
Hang down your head and cry
Hang down your head, Tom Dooley
Poor boy, you're bound to die
Hengdu þinn haus Tom Dooley,
hengdu þinn haus í kvöld.
Hengdu þinn haus Tom Dooley,
drengur þú munt deyja ...
nei þetta virkaði ekki alveg...